Faglegt mat á lánshæfi fyrirtækja og opinberra aðila skiptir miklu máli á alþjóðlegum fjármagnsmarkaði. Mat viðurkenndra aðila á lánshæfi gerir alla lántöku markvissari, eykur öryggi og tryggir að lántaki greiði þá vexti sem hæfa tilteknu lánshæfismati. Þrjú matsfyrirtæki hafa gefið íslenska ríkinu lánshæfismat, bæði sem lántakendur innanlands sem og erlendis. Lánshæfismatið nær yfir lántökur til skamms tíma og til langtímalántöku. Þessi fyrirtæki eru
Moody´s Investor Service,
Standard & Poor´s og
Fitch.
|
Erlend mynt |
Innlend mynt |
|
|
Tilkynnt |
Langtíma |
Skammtíma |
Langtima |
Skammtíma |
Horfur |
Moody's |
sep. '24 |
A1 |
|
A1 |
|
Stöðugar |
S&P |
nov. '23 |
A+ |
A-1 |
A+ |
A-1 |
Stöðugar |
Fitch |
mar. '22 |
A |
F1+ |
A |
F1+ |
Stöðugar |