15.02.25
Fitch staðfestir A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Lánshæfismatsfyrirtækið Fitch Ratings hefur birt mat á lánshæfi ríkissjóðs. Lánshæfiseinkunn er óbreytt í A og horfur eru stöðugar. 

Í fréttatilkynningu Fitch segir að A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs endurspegli miklar tekjur á mann og góða stjórnarhætti, sem eru sambærilegri við lönd með AAA og AA lánshæfiseinkunn. Til styrkleika teljast verulegar lífeyrissjóðseignir, traust fjármálakerfi og sterkir efnahagsreikningar einkageirans. Rúmur gjaldeyrisforði dregur úr næmni hagkerfisins gagnvart ytri áföllum. Hins vegar halda smæð hagkerfisins og einsleitni útflutnings aftur af einkunninni. 

Aukin tiltrú á markverða og viðvarandi lækkun skuldahlutfalls hins opinbera, meiri leitnivöxtur þjóðarbúsins og/eða vísbendingar um aukna fjölbreytni hagkerfisins sem minnka næmni hagkerfisins gagnvart ytri áföllum gætu haft jákvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 

Markverð hækkun skuldahlutfalls hins opinbera, vegna viðvarandi slaka í ríkisfjármálum eða alvarlegt efnahagsáfall, til dæmis vegna skarprar leiðréttingar á fasteignamarkaði, gætu haft neikvæð áhrif á lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. 

Sjá nánar á www.stjornarradid.is

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0716 - RIKV 25 1015
Flokkur RIKV 25 0716 RIKV 25 1015
ISIN IS0000037117 IS0000037448
Gjalddagi 16.07.2025 15.10.2025
Útboðsdagur 14.04.2025 14.04.2025
Uppgjörsdagur 16.04.2025 16.04.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 26 1015 - RIKB 35 0917 - Skiptiútboð eða reiðufé
Flokkur RIKB 26 1015 RIKB 35 0917
ISIN IS0000034874 IS0000035574
Gjalddagi 15.10.2026 17.09.2035
Útboðsdagur 11.04.2025 11.04.2025
Uppgjörsdagur 16.04.2025 16.04.2025
10% viðbót 15.04.2025 15.04.2025
     
Uppkaupsflokkur RIKB 25 0612  
Uppkaupsverð (clean) 99,9500  

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa. Ríkisbréfin verða afhent rafrænt á uppgjörsdegi.

Greiða má fyrir flokkana með reiðufé eða með uppkaupsflokknum á uppkaupsverði.

Greiðsla í reiðufé þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi. Ef greiðsla er í formi bréfa í uppkaupsflokki þarf tilkynning um magn þeirra að berast fyrir kl. 14:00 á útboðsdegi. Í því tilviki er verðmæti uppkaupsbréfanna metið á uppkaupsverði að viðbættum áföllnum vöxtum (þ.e. dirty price).

Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKB 25 0612.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.