RIKB er auðkenni óverðtryggðra ríkisbréfa, RIKS fyrir verðtryggðra ríkisbréfa og RIKV er auðkenni ríkisvíxla. Tölurnar tákna gjalddaga viðkomandi flokks afturábak þannig að RIKS 37 0115 er verðtryggður ríkisbréfaflokkur á gjalddaga 15. janúar 2037. Lánamál ríkisins tryggja söluhæfni og markaðsmyndun á markflokkum með samningi um viðskiptavakt á flokkunum á eftirmarkaði. Í því felst m.a. að viðskiptavakar eru skuldbundnir að leggja fram tilboð í flokkanna í Nasdaq Iceland og endurnýja þau innan tiltekins tíma. Þannig geta kaupendur og seljendur ávallt gengið að því sem vísu að eðlileg verðmyndun sé fyrir þessi bréf þ.e. ávallt er lifandi markaður fyrir helstu flokka ríkisverðbréfa.