07.12.18
Matsfyrirtækið Fitch staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldir í erlendum gjaldmiðli sem A með stöðugum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu endurspeglar þessi einkunn annars vegar háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi og hins vegar að hagkerfið reiðir sig í miklum mæli á hrávöruútflutning og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af efnahags- og fjármálasveiflum.

Stöðugar horfur endurspegla að matsfyrirtækið telur jafnvægi ríkja í lánshæfiseinkunninni. Áframhaldandi styrking ytri stöðu þjóðarbúsins og aukin geta til að mæta ytri áföllum gæti leitt til hækkunar. Á móti gætu eftirfarandi þættir leitt til lækkunar: vísbendingar um ofhitnun í hagkerfinu, m.a. í formi víxlverkunar verðlags og launa, verðbólguskots og neikvæðar afleiðingar þess fyrir efnahagsreikninga hins opinbera, heimila og fyrirtækja. Einnig gæti mikið útflæði fjármagns sem hefði í för með sér ytra ójafnvægi og þrýsting á gengi krónunnar valdið lækkun lánshæfismatsins.

Skýrsla Fitch

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0521 - RIKV 25 0917
Flokkur RIKV 25 0521 RIKV 25 0917
ISIN IS0000036986 IS0000037349
Gjalddagi 21.05.2025 17.09.2025
Útboðsdagur 17.03.2025 17.03.2025
Uppgjörsdagur 19.03.2025 19.03.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Vakin er athygli á því að rafræn skráning ríkisvíxilsins RIKV 25 0917 verður hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM). Flokkurinn RIKV 25 0521 er skráður hjá Nasdaq CSD.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

Með vísan til fréttatilk. ÍL-sjóðs og fjármálaráðuneytisins um möguleg slit á ÍL-sjóði

Lánamál ríkisins tilkynna að eftirfarandi breyting verði gerð á gildandi ársáætlun Lánamála. Í núverandi áætlun er gert ráð fyrir að gefa út nýjan verðtryggðan flokk með gjalddaga á árinu 2044 með fyrirhugaðri viðskiptavakt. Þess í stað verður gefinn út verðtryggður flokkur með gjalddaga á árinu 2050 með fyrirhugaðri viðskipavakt á þessu ári.