07.12.18
Matsfyrirtækið Fitch staðfestir óbreytta A lánshæfiseinkunn ríkissjóðs með stöðugum horfum

Matsfyrirtækið Fitch staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldir í erlendum gjaldmiðli sem A með stöðugum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu endurspeglar þessi einkunn annars vegar háar þjóðartekjur, sterkar stofnanir, góð lífskjör og gott viðskiptaumhverfi og hins vegar að hagkerfið reiðir sig í miklum mæli á hrávöruútflutning og er næmt fyrir ytri áföllum auk fyrri reynslu af efnahags- og fjármálasveiflum.

Stöðugar horfur endurspegla að matsfyrirtækið telur jafnvægi ríkja í lánshæfiseinkunninni. Áframhaldandi styrking ytri stöðu þjóðarbúsins og aukin geta til að mæta ytri áföllum gæti leitt til hækkunar. Á móti gætu eftirfarandi þættir leitt til lækkunar: vísbendingar um ofhitnun í hagkerfinu, m.a. í formi víxlverkunar verðlags og launa, verðbólguskots og neikvæðar afleiðingar þess fyrir efnahagsreikninga hins opinbera, heimila og fyrirtækja. Einnig gæti mikið útflæði fjármagns sem hefði í för með sér ytra ójafnvægi og þrýsting á gengi krónunnar valdið lækkun lánshæfismatsins.

Skýrsla Fitch

Aðrar fréttir

28.06.24
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Þriðji ársfjórðungur 2024

  • Útgáfa ríkisbréfa á árinu 2024 verður aukin um 30 ma.kr. að söluvirði frá fyrri áætlun.
  • Á þriðja ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 25-35 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir flokkar ríkisbréfa og mun stærð flokka og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.

3.ársfj.áætlun 2024

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 24 0821 - RIKV 24 1218
Flokkur RIKV 24 0821 RIKV 24 1218
ISIN IS0000036069 IS0000036499
Gjalddagi 21.08.2024 18.12.2024
Útboðsdagur 14.06.2024 14.06.2024
Uppgjörsdagur 19.06.2024 19.06.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

05.06.24
Ríkisbréf
Útboð ríkisbréfa falla niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að fella niður þau tvö ríkisbréfaútboð sem eftir eru á öðrum ársfjórðungi 2024 þar sem markmiðum um útgáfu á ársfjórðungnum hefur þegar verið náð.