24.05.19
Fitch ratings hækkar skammtímaeinkunnir ríkissjóðs í F1+

Fitch ratings hækkar skammtímaeinkunnir ríkissjóðs í F1+ og staðfestir langtímaeinkunnir sem A með stöðugum horfum

Fitch ratings birti í dag mat á lánshæfi ríkissjóðs. Skammtímaeinkunnir hækka úr F1 í F1+ vegna breyttrar aðferðafræði, í framhaldi af tilkynningu fyrirtækisins frá 3. maí. Langtímaeinkunnir standa óbreyttar í A með stöðugum horfum. Fitch hækkaði einnig landsþak (e. country ceiling) úr A í A+ í ljósi þess að fjármagnshöftum hefur verið aflétt nánast að fullu.

Í fréttatilkynningu Fitch segir að gjaldþrot WOW air og aflabrestur í loðnu séu meðal þeirra þátta sem hafa breytt efnahagshorfum til hins verra í ár, en fyrirtækið býst við að hagkerfið vaxi um 2,5% árið 2020. Þá kemur fram að gengi krónunnar hafi verið tiltölulega stöðugt þrátt fyrir losun fjármagnshafta og gjaldþrot WOW air.

Áframhaldandi lækkun skuldahlutfalls hins opinbera, studd varfærinni stefnu í opinberum fjármálum, ásamt frekari bata í ytri stöðu og viðnámsþrótti hagkerfisins til að bregðast við ytri áföllum, gætu leitt til hækkunar lánshæfiseinkunnar.

Viðvarandi og skarpari niðursveifla en gert er ráð fyrir með tilheyrandi áhrifum á bankakerfið, ásamt verulegu fjármagnsútflæði sem ógnað gæti fjármálastöðugleika, gætu leitt til lækkunar lánshæfiseinkunnar.

Fréttatilkynning Fitch (pdf)

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0521 - RIKV 25 0917
Flokkur RIKV 25 0521 RIKV 25 0917
ISIN IS0000036986 IS0000037349
Gjalddagi 21.05.2025 17.09.2025
Útboðsdagur 17.03.2025 17.03.2025
Uppgjörsdagur 19.03.2025 19.03.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Vakin er athygli á því að rafræn skráning ríkisvíxilsins RIKV 25 0917 verður hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM). Flokkurinn RIKV 25 0521 er skráður hjá Nasdaq CSD.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

Með vísan til fréttatilk. ÍL-sjóðs og fjármálaráðuneytisins um möguleg slit á ÍL-sjóði

Lánamál ríkisins tilkynna að eftirfarandi breyting verði gerð á gildandi ársáætlun Lánamála. Í núverandi áætlun er gert ráð fyrir að gefa út nýjan verðtryggðan flokk með gjalddaga á árinu 2044 með fyrirhugaðri viðskiptavakt. Þess í stað verður gefinn út verðtryggður flokkur með gjalddaga á árinu 2050 með fyrirhugaðri viðskipavakt á þessu ári.