13.05.22
S&P Global Ratings staðfestir A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs - horfur eru áfram stöðugar

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum.

Í fréttatilkynningu S&P kemur fram að efnahagsbati hafi haldið áfram og að hagkerfið hafi vaxið um meira en 4% árið 2021, sér í lagi vegna sterkrar innlendrar eftirspurnar. S&P telur að stríð Rússlands og Úkraínu muni hafa takmörkuð áhrif á íslenska hagkerfið í ljósi lítilla beinna viðskipta við þessi lönd og almennt takmarkaðrar þarfar fyrir eldsneytisinnflutning. Fyrirtækið telur einnig að bati í afkomu ríkissjóðs muni færast í aukana á yfirstandandi ári og að skuldir hins opinbera, að frádregnum lausafjáreignum, muni ná jafnvægi í um 42% af VLF til miðlungslangs tíma.

Stöðugar horfur endurspegla væntingar S&P um að efnahagsbatinn muni halda áfram og að hagkerfið verði fyrir tiltölulega litlum áhrifum af stríðinu í Úkraínu. Fyrirtækið telur að halli á afkomu hins opinbera muni halda áfram að minnka á næstu árum og að því muni skuldahlutfall hins opinbera, að frádregnum lausafjáreignum, ná jafnvægi. Á sama tíma gerir rúmur gjaldeyrisforði Seðlabankanum kleift að takast á við þrýsting á ytri hlið þjóðarbúsins eða gengisóstöðugleika, skyldu slíkar aðstæður koma upp.

Samkvæmt S&P gæti fyrirtækið hækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs ef hagvöxtur verður umfram væntingar. Það myndi líklega gerast samhliða sterkari útflutningsvexti og meiri fjölbreytni í útflutningi sem myndu minnka erlendar skuldir eða sveiflur í viðskiptakjörum Íslands.

Fyrirtækið gæti lækkað lánshæfiseinkunnirnar ef áhrif stríðsins í Úkraínu magnast, til dæmis vegna annarrar-umferðar-áhrifa vegna minni efnahagsumsvifa í helstu viðskiptalöndum í Evrópu eða breytinga í alþjóðlegum ferðavenjum. Hið síðarnefnda gæti einnig gerst ef faraldurinn tæki sig upp á ný, sérstaklega ef um væri að ræða ný og skæðari afbrigði.

fréttatilkynning S&P (pdf)

Aðrar fréttir

28.06.24
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Þriðji ársfjórðungur 2024

  • Útgáfa ríkisbréfa á árinu 2024 verður aukin um 30 ma.kr. að söluvirði frá fyrri áætlun.
  • Á þriðja ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 25-35 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir flokkar ríkisbréfa og mun stærð flokka og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.

3.ársfj.áætlun 2024

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 24 0821 - RIKV 24 1218
Flokkur RIKV 24 0821 RIKV 24 1218
ISIN IS0000036069 IS0000036499
Gjalddagi 21.08.2024 18.12.2024
Útboðsdagur 14.06.2024 14.06.2024
Uppgjörsdagur 19.06.2024 19.06.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

05.06.24
Ríkisbréf
Útboð ríkisbréfa falla niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að fella niður þau tvö ríkisbréfaútboð sem eftir eru á öðrum ársfjórðungi 2024 þar sem markmiðum um útgáfu á ársfjórðungnum hefur þegar verið náð.