17.05.19
Matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs

Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P Global Ratings hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með neikvæðum hagvexti á yfirstandandi ári vegna samdráttar í komum ferðamanna til landsins. Spá fyrirtækisins gerir einnig ráð fyrir að afgangur á viðskiptajöfnuði snúist í halla, en að hagkerfið taki við sér á nýjan leik á árinu 2020.

Stöðugar horfur endurspegla viðnámsþrótt hagkerfisins bæði á sviði ríkisfjármála sem og í ytri stöðu þjóðarbúsins sem vega á móti sveiflum í smáu opnu hagkerfi og mögulega snörpum samdrætti í ferðaþjónustu.

Fram kemur í fréttatilkynningu S&P að lánshæfismat ríkissjóðs gæti hækkað ef staða opinberra fjármála og erlend staða þjóðarbúsins styrkist verulega á næstu árum umfram það sem fyrirtækið gerir ráð fyrir. Þá gæti lánshæfismat ríkissjóðs lækkað ef merki sjást um vaxandi þrýsting á greiðslujöfnuð eða að fjármálastöðugleika sé ógnað á næstu tveimur árum. Það gæti orðið afleiðing af dýpri niðursveiflu í ferðaþjónustu en reiknað er með.

Fréttatilkynning S&P Global Ratings (pdf)

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0521 - RIKV 25 0917
Flokkur RIKV 25 0521 RIKV 25 0917
ISIN IS0000036986 IS0000037349
Gjalddagi 21.05.2025 17.09.2025
Útboðsdagur 17.03.2025 17.03.2025
Uppgjörsdagur 19.03.2025 19.03.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Vakin er athygli á því að rafræn skráning ríkisvíxilsins RIKV 25 0917 verður hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM). Flokkurinn RIKV 25 0521 er skráður hjá Nasdaq CSD.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

Með vísan til fréttatilk. ÍL-sjóðs og fjármálaráðuneytisins um möguleg slit á ÍL-sjóði

Lánamál ríkisins tilkynna að eftirfarandi breyting verði gerð á gildandi ársáætlun Lánamála. Í núverandi áætlun er gert ráð fyrir að gefa út nýjan verðtryggðan flokk með gjalddaga á árinu 2044 með fyrirhugaðri viðskiptavakt. Þess í stað verður gefinn út verðtryggður flokkur með gjalddaga á árinu 2050 með fyrirhugaðri viðskipavakt á þessu ári.