15.05.24
Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 27 0415
Flokkur RIKB 27 0415
ISIN IS0000036291
Gjalddagi 15.04.2027
Útboðsdagur 17.05.2024
Uppgjörsdagur 23.05.2024
10% viðbót 22.05.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisbréfin þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Freyr Harðarson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9630.

Aðrar fréttir

28.06.24
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Þriðji ársfjórðungur 2024

  • Útgáfa ríkisbréfa á árinu 2024 verður aukin um 30 ma.kr. að söluvirði frá fyrri áætlun.
  • Á þriðja ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 25-35 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir flokkar ríkisbréfa og mun stærð flokka og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.

3.ársfj.áætlun 2024

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 24 0821 - RIKV 24 1218
Flokkur RIKV 24 0821 RIKV 24 1218
ISIN IS0000036069 IS0000036499
Gjalddagi 21.08.2024 18.12.2024
Útboðsdagur 14.06.2024 14.06.2024
Uppgjörsdagur 19.06.2024 19.06.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

05.06.24
Ríkisbréf
Útboð ríkisbréfa falla niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að fella niður þau tvö ríkisbréfaútboð sem eftir eru á öðrum ársfjórðungi 2024 þar sem markmiðum um útgáfu á ársfjórðungnum hefur þegar verið náð.