Undirritaður hefur verið samningur milli Lánamála ríkisins f.h. ríkissjóðs og Fossa fjárfestingarbanka hf. í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði.
Samningurinn tekur gildi 13. október 2022 og frá og með þeim degi hafa því fimm fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Arion banki hf., Fossar fjárfestingarbanki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf.
Samningurinn við Fossa fjárfestingarbanka hf. er samhljóða samningum sem gerðir voru við aðra aðalmiðlara 18. mars 2022.
Frekari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson forstöðumaður Lánamála ríkisins í síma 569 9600.