05.10.22
Undirritun aðalmiðlarasamnings við Fossa fjárfestingarbanka hf.

Undirritaður hefur verið samningur milli Lánamála ríkisins f.h. ríkissjóðs og Fossa fjárfestingarbanka hf. í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði.

Samningurinn tekur gildi 13. október 2022 og frá og með þeim degi hafa því fimm fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Arion banki hf., Fossar fjárfestingarbanki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. 

Samningurinn við Fossa fjárfestingarbanka hf. er samhljóða samningum sem gerðir voru við aðra aðalmiðlara 18. mars 2022.

Frekari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson forstöðumaður Lánamála ríkisins í síma 569 9600.

Aðrar fréttir

28.06.24
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Þriðji ársfjórðungur 2024

  • Útgáfa ríkisbréfa á árinu 2024 verður aukin um 30 ma.kr. að söluvirði frá fyrri áætlun.
  • Á þriðja ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 25-35 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir flokkar ríkisbréfa og mun stærð flokka og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.

3.ársfj.áætlun 2024

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 24 0821 - RIKV 24 1218
Flokkur RIKV 24 0821 RIKV 24 1218
ISIN IS0000036069 IS0000036499
Gjalddagi 21.08.2024 18.12.2024
Útboðsdagur 14.06.2024 14.06.2024
Uppgjörsdagur 19.06.2024 19.06.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.

05.06.24
Ríkisbréf
Útboð ríkisbréfa falla niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að fella niður þau tvö ríkisbréfaútboð sem eftir eru á öðrum ársfjórðungi 2024 þar sem markmiðum um útgáfu á ársfjórðungnum hefur þegar verið náð.