01.02.19
Samningur um lánamál endurnýjaður

Hinn 29. Janúar 2019 var samningur endurnýjaður milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs.  Markmiðið með samningnum er að stuðla að hagkvæmri og vandaðri lánaumsýslu fyrir ríkissjóðs sem byggist á stefnumörkun fjármálaráðuneytisins í lánamálum. Í samningnum eru skilgreind verkefni er Seðlabankinn sinnir fyrir ráðuneytið í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgða og endurlána.

Samningur (pdf)

Aðrar fréttir

16.07.25
Ríkisbréf
Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 27 0415 - RIKS 29 0917 - Skiptiútboð eða reiðufé
Flokkur RIKB 27 0415 RIKS 29 0917
ISIN IS0000036291 IS0000037711
Gjalddagi 15.04.2027 17.09.2029
Útboðsdagur 18.07.2025 18.07.2025
Uppgjörsdagur 23.07.2025 23.07.2025
10% viðbót 22.07.2025 22.07.2025
     
Uppkaupsflokkur RIKS 26 0216  
Uppkaupsverð (clean) 98,1600  

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Um 10% viðbótarkaupréttinn gildir 6. gr. í almennum útboðsskilmálum ríkisbréfa. Ríkisbréfin verða afhent rafrænt á uppgjörsdegi.

Greiða má fyrir flokkana með reiðufé eða með uppkaupsflokknum á uppkaupsverði.

Greiðsla í reiðufé þarf að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi. Ef greiðsla er í formi bréfa í uppkaupsflokki þarf tilkynning um magn þeirra að berast fyrir kl. 14:00 á útboðsdegi. Í því tilviki er verðmæti uppkaupsbréfanna metið á uppkaupsverði að viðbættum áföllnum vöxtum og verðbótum (þ.e. dirty price).

Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKS 26 0216.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Freyr Harðarson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9630.

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 1119
Flokkur RIKV 25 1119
ISIN IS0000037547
Gjalddagi 19.11.2025
Útboðsdagur 14.07.2025
Uppgjörsdagur 16.07.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokki, með því ISIN númeri og með þeim gjalddaga sem fram kemur í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Freyr Hrafnsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9679.