Hinn 29. Janúar 2019 var samningur endurnýjaður milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs. Markmiðið með samningnum er að stuðla að hagkvæmri og vandaðri lánaumsýslu fyrir ríkissjóðs sem byggist á stefnumörkun fjármálaráðuneytisins í lánamálum. Í samningnum eru skilgreind verkefni er Seðlabankinn sinnir fyrir ráðuneytið í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgða og endurlána.
Samningur (pdf)