22.11.10
Samningur um lánamál endurnýjaður

Hinn 18. Október 2010 var samningur endurnýjaður milli fjármálaráðuneytis og Seðlabanka Íslands um lánaumsýslu ríkissjóðs.  Markmiðið með samningnum er að stuðla að hagkvæmri og vandaðri lánaumsýslu fyrir ríkissjóðs sem byggist á stefnumörkun fjármálaráðuneytisins í lánamálum. Í samningnum eru skilgreind verkefni er Seðlabankinn sinnir fyrir ráðuneytið í tengslum við umsýslu innlendra og erlendra lána, ríkisábyrgða og endurlána.

Samningur (pdf)

Aðrar fréttir

29.12.25
Ársyfirlit
Ársfjórðungsáætlun í lánamálum ríkissjóðs

Fyrsti ársfjórðungur 2026

  • Á fyrsta ársfjórðungi verða boðin til sölu ríkisbréf fyrir 40-60 ma.kr. að söluvirði.
  • Flokkar sem mögulega verða boðnir út eru allir markflokkar ríkisbréfa og mun stærð þeirra og markaðsaðstæður ráða því hvort og þá hversu mikið verður selt í hverjum flokki.
  • Möguleiki er á skiptiútboðum á RIKS 26 0216 og RIKB 26 1015 á fjórðungnum.

1.ársfj.áætlun 2026

29.12.25
Ársyfirlit
Ársáætlun í lánamálum ríkissjóðs 2026
  • Áætlað er að útgáfa ríkisbréfa nemi 200 ma.kr. að söluvirði árið 2026.
  • Fyrirhugað er að gefa út nýjan óverðtryggðan ríkisbréfaflokk með gjalddaga 2029. Stærð flokka og markaðsaðstæður munu ráða því hversu mikið verður selt í einstökum markflokkum ríkisbréfa.
  • Til greina kemur að mæta lánsfjárþörf ríkissjóðs á árinu að hluta til með ríkisvíxlaútgáfu, hagnýtingu erlendra innstæðna á viðskiptareikningi ríkissjóðs hjá Seðlabanka Íslands og sölu hluta lánasafns Húsnæðissjóðs.

Ársáætlun 2026.pdf