09.08.24
Niðurstöður í útboði ríkisbréfa - RIKB 27 0415 - RIKB 42 0217
Flokkur 
RIKB 27 0415
RIKB 42 0217
Greiðslu-og uppgjörsdagur 
14.08.2024
14.08.2024
Samþykkt tilboð að nafnverði (m.kr.) 
4.915
2.695
Samþykkt (verð / ávöxtunarkrafa) 
98,980
/
8,410
78,730
/
6,580
Fjöldi innsendra tilboða 
35
26
Upphæð móttekinna tilboða að nafnverði (m.kr.) 
7.465
5.145
Fjöldi samþykktra tilboða 
22
15
Fjöldi samþykktra tilboða úthlutað að fullu 
22
15
Lægsta úthlutaða verð / Hæsta úthlutaða ávöxtunarkrafa 
98,980
/
8,410
78,730
/
6,580
Hæsta úthlutaða verð / Lægsta úthlutaða ávöxtunarkrafa 
99,050
/
8,380
79,000
/
6,550
Lægsta verð / Hæsta ávöxtunarkrafa úthlutað að fullu 
98,980
/
8,410
78,730
/
6,580
Vegið meðaltal samþykktra tilboða (verð / ávöxtunarkrafa) 
99,000
/
8,400
78,842
/
6,560
Besta tilboð (verð / ávöxtunarkrafa) 
99,050
/
8,380
79,000
/
6,550
Versta tilboð (verð / ávöxtunarkrafa) 
98,869
/
8,460
78,450
/
6,610
Vegið meðaltal innsendra tilboða (verð / ávöxtunarkrafa) 
98,980
/
8,410
78,715
/
6,580
Hlutfall samþykktra tilboða sem tekin eru að hluta (u.þ.b.) 
100,00 %
100,00 %
Boðhlutfall 
1,52
1,91

Aðrar fréttir

UNDIRRITUN AÐALMIÐLARASAMNINGA

Í dag var skrifað undir samninga milli Lánamála ríkisins f.h. ríkissjóðs og aðalmiðlara í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði. Markmiðið með samningunum er að viðhalda aðgengi ríkissjóðs að lánsfé, efla verðmyndun ríkisverðbréfa á eftirmarkaði og stuðla að virku markflokkakerfi.

 

Frá og með 1. apríl 2025 hafa fimm fjármálafyrirtæki heimild til að kalla sig „aðalmiðlara með ríkisverðbréf“. Þau eru: Arion banki hf., Fossar fjárfestingarbanki hf., Íslandsbanki hf., Kvika banki hf. og Landsbankinn hf. 

 

Helstu atriði aðalmiðlarasamningsins eru þessi:

  • Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að reglubundnum útboðum ríkisverðbréfa.
  • Aðalmiðlarar hafa einir aðgang að sérstakri fyrirgreiðslu, t.d. endurhverfum samningum sem Lánamál ríkisins veita fyrir hönd ríkissjóðs.
  • Aðalmiðlari skuldbindur sig til að setja fram tilboð í útboðum ríkisverðbréfa fyrir a.m.k. 100 m.kr. að nafnverði.
  • Aðalmiðlari er viðskiptavaki ríkisbréfa á eftirmarkaði og setur fram kaup- og sölutilboð að lágmarki 60 til 100 m.kr. að nafnvirði í hvern flokk í kauphöll (nánar skilgreint í samningi).
  • Aðalmiðlari skuldbindur sig til þess að halda verðmun kaup- og sölutilboða innan tiltekinna marka sem nánar eru skilgreind í samningnum.
  • Aðalmiðlara er skylt að endurnýja tilboð sín innan 10 mínútna frá því að þeim hefur verið tekið. Aðalmiðlara er heimilt að víkja út frá hámarksmun kaup- og sölutilboða ef tilteknum skilyrðum er fullnægt.
  • Samningurinn gildir frá 1. apríl 2025 til 31. mars 2026.

 

Frekari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson forstöðumaður Lánamála ríkisins í síma 569 9600.

 

19.03.25
Ríkisbréf
Ríkisbréfaútboð fellur niður

Lánamál ríkisins hafa ákveðið að fella niður útboð ríkisbréfa sem fyrirhugað var að halda 21. mars 2025 þar sem markmiðum um útgáfu á ársfjórðungnum hefur þegar verið náð.

AÐALMIÐLARASAMNINGAR

Fjármálaráðherra felur Lánamálum ríkisins hjá Seðlabanka Íslands að gera aðalmiðlarasamninga í tengslum við útgáfu ríkisverðbréfa og viðskiptavakt á eftirmarkaði.

 

Innlendir aðilar sem hafa starfsleyfi skv. 1. mgr. 4. gr. laga um fjármálafyrirtæki nr. 161/2002, hafa nauðsynlegan búnað til þess að taka þátt í útboðum ríkisverðbréfa og geta sýnt fram á öruggt uppgjör viðskipta hjá Seðlabanka Íslands, geta óskað eftir því að gerast aðilar að samningunum.

 

Aðalmiðlarar hafa einir heimild til þess að leggja fram tilboð í reglubundnum útboðum ríkisverðbréfa. Einnig fá þeir aðgang að sérstakri fyrirgreiðslu t.d. í formi endurhverfra viðskipta með ríkisbréf, í samræmi við reglur og skilmála.

 

Aðalmiðlarar annast viðskiptavakt á ríkisbréfum og er skylt að setja fram tiltekna lágmarksfjárhæð kaup- og sölutilboða í ríkisbréf, með hliðsjón af hámarksmun sem tilgreindur er í samningunum.

 

Frekari upplýsingar er að finna í meðfylgjandi sýnishorni af aðalmiðlarasamningi. Þeir aðilar sem hyggjast gerast aðalmiðlarar með ríkisverðbréf eru beðnir um að senda rafrænt undirritaða samninga til Lánamála ríkisins fyrir klukkan 16:00 föstudaginn 21. mars 2025.

 

Frekari upplýsingar veitir Björgvin Sighvatsson forstöðumaður hjá Lánamálum ríkisins í síma 569 9600.

Samningur sýnishorn (pdf)

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0521 - RIKV 25 0917
Flokkur RIKV 25 0521 RIKV 25 0917
ISIN IS0000036986 IS0000037349
Gjalddagi 21.05.2025 17.09.2025
Útboðsdagur 17.03.2025 17.03.2025
Uppgjörsdagur 19.03.2025 19.03.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Vakin er athygli á því að rafræn skráning ríkisvíxilsins RIKV 25 0917 verður hjá Verðbréfamiðstöð Íslands hf. (VBM). Flokkurinn RIKV 25 0521 er skráður hjá Nasdaq CSD.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.