14.02.24
Breyting á gildandi ársfjórðungsáætlun

Í síðustu ársfjórðungsáætlun Lánamála ríkisins sem birt var í lok síðasta árs var tilkynnt að nýr óverðtryggður flokkur ríkisbréfa með gjalddaga árið 2027 yrði gefinn út i þessum ársfjórðungi. Jafnframt var tilkynnt að ríkissjóður myndi selja ríkisbréf í markflokkum fyrir 30-45 ma.kr. að söluvirði.

Það sem af er þessu ári hefur ríkissjóður gefið út ríkisbréf fyrir 44,2 ma.kr. og því aðeins 0,8 ma.kr. eftir til að ná markmiðum í ársfjórðunginum. Í ljósi góðs árangurs við fjármögnun ríkissjóðs á innanlandsmarkaði hefur verið ákveðið að fresta útgáfu á þessum nýja markflokki fram á næsta ársfjórðung.

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0416 - RIKV 25 0820
Flokkur RIKV 25 0416 RIKV 25 0820
ISIN IS0000036820 IS0000037216
Gjalddagi 16.04.2025 20.08.2025
Útboðsdagur 13.01.2025 13.01.2025
Uppgjörsdagur 15.01.2025 15.01.2025

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Freyr Hrafnsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9679.