07.12.18
Matsfyrirtækið S&P Global staðfestir óbreytta A/A-1 lánshæfiseinkunn ríkissjóðs

Matsfyrirtækið S&P Global staðfesti í dag óbreytta A/A-1 lánshæfiseinkunn ríkissjóðs fyrir langtíma- og skammtímaskuldbindingar í erlendum og innlendum gjaldmiðli með stöðugum horfum. Samkvæmt matsfyrirtækinu S&P Global hefur ytri staða og ríkisfjármál á Íslandi styrkst á umliðnum árum. Smæð og samþjöppun hagkerfisins gerir það hins vegar að verkum að það er viðkvæmt fyrir þróun ytri þátta og mögulegri ofhitnun af völdum innlendra þátta. Matsfyrirtækið gerir ráð fyrir að draga muni úr hagvexti á komandi árum eftir því sem hægir á vexti ferðaþjónustugeirans.

Með stöðugum horfum vegast á betri árangur á sviði ríkisfjármála og greiðslujafnaðar en vænst var, á móti því hve hagkerfið er háð þróun alþjóðaviðskipta, og hættu á að innlenda hagkerfið ofhitni á ný vegna komandi kjarasamninga 2019.

Matið getur hækkað ef ríkisfjármál og ytri staða batna umfram væntingar næstu tvö árin. Lánshæfiseinkunn gæti lækkað ef áhætta tengd fjármálastöðugleika eða viðskiptajöfnuði raungerist meira en reiknað er með á sama tímabili. Til að mynda gæti ofhitnum hagkerfisins haft neikvæð áhrif á samkeppnishæfi og hagvöxt til lengri tíma. Hið sama gæti átt við ef búsifjar verða í ferðaþjónustugeiranum með neikvæðum áhrifum á greiðslujöfnuð og bankakerfið. Hið síðastnefnda gæti einnig haft áhrif á húsnæðismarkaðinn í ljósi áhrifa ferðaþjónustugeirans á uppbyggingu í byggingageiranum undanfarin ár.

Skýrsla S&P

Aðrar fréttir

Tilkynning um útboð ríkisvíxla - RIKV 25 0319 - RIKV 25 0716
Flokkur RIKV 25 0319 RIKV 25 0716
ISIN IS0000036721 IS0000037117
Gjalddagi 19.03.2025 16.07.2025
Útboðsdagur 16.12.2024 16.12.2024
Uppgjörsdagur 18.12.2024 18.12.2024

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisvíxlum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Greiðslur fyrir ríkisvíxlana þurfa að berast Seðlabankanum fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi og verða bréfin afhent rafrænt sama dag.

Að öðru leyti er vísað til almennrar lýsingar íslenskra ríkisvíxla og almennra útboðsskilmála á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Magnús Freyr Hrafnsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9679.

Tilkynning um útboð ríkisbréfa - RIKB 27 0415 - RIKB 35 0917 - Skiptiútboð
Flokkur RIKB 27 0415 RIKB 35 0917
ISIN IS0000036291 IS0000035574
Gjalddagi 15.04.2027 17.09.2035
Útboðsdagur 13.12.2024 13.12.2024
Uppgjörsdagur 18.12.2024 18.12.2024
     
Uppkaupsflokkur RIKB 25 0612  
Uppkaupsverð (clean) 99,6900  

Á útboðsdegi, milli kl. 10:30 og 11:00, fer fram útboð hjá Lánamálum ríkisins á ríkisbréfum í þeim flokkum, með þeim ISIN númerum og með þeim gjalddögum sem fram koma í töflunni hér að ofan. Ríkisbréfin verða afhent rafrænt á uppgjörsdegi.

Eingöngu er hægt að greiða fyrir flokkana með uppkaupsflokknum á uppkaupsverði. Ekki er tekið við greiðslu í reiðufé.

Verðmæti uppkaupsbréfanna er metið á uppkaupsverði að viðbættum áföllnum vöxtum (þ.e. dirty price). Afhenda þarf Seðlabankanum bréfin fyrir kl. 14:00 á uppgjörsdegi.

Lánamál ríkisins greiða ekki þóknun vegna kaupa á RIKB 25 0612.

Að öðru leyti er vísað til lýsingar skuldabréfaflokksins og almennra útboðsskilmála ríkisbréfa á heimasíðu Lánamála ríkisins.

Nánari upplýsingar veitir Oddgeir Gunnarsson, Lánamálum ríkisins í síma 569 9635.